Ökuþórar fagna liðnu ári í Kópavogi

Rafíþróttahöllin Arena í Kópavogi.
Rafíþróttahöllin Arena í Kópavogi. Ljósmynd/Arena

Árlegt loka­hóf ís­lenskra ökuþóra í hermikapp­akstri er á döf­inni og hef­ur nú staðfest­ing borist varðandi hvar, og klukk­an hvað, fjörið hefst.

Sjötta keppnis­ári GTS Ice­land, ís­lensku mót­araðinn­ar í Gran Turis­mo, lauk ný­lega og hlakk­ar nú í öku­mönn­um yfir loka­hóf­inu, sem fer fram í Kópa­vogi í næsta mánuði.

Loka­hófið fer fram í rafíþrótta­höll­inni Ar­ena þann 20. maí, á laug­ar­dags­kvöldi frá klukk­an 20:30.

Á loka­hóf­inu fer fram verðlauna­af­hend­ing fyr­ir kepp­end­ur keppnis­árs­ins sem var að líða, en það var ansi at­b­urðarríkt. Af­hend­ing­in hefst um níu-leytið sam­kvæmt til­kynn­ingu á Face­book.

Virk­ur umræðuhóp­ur

Áhuga­sam­ir um hermikapp­akst­ur geta skoðað heimasíðu GTS Ice­land, þar má finna ýms­ar upp­lýs­ing­ar um sen­una.

Sam­fé­lagið held­ur einnig úti umræðuhóp á Face­book sem er ansi virk­ur, og eru end­ur­sýn­ing­ar frá keppn­um mót­araðinn­ar jafn­framt aðgengi­leg­ar til spil­un­ar á YouTu­be.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert