Köngulóarmaðurinn fær nýja viðbót í haust

Leikurinn kemur út í haust.
Leikurinn kemur út í haust. Skjáskot/Insomniac

Samkvæmt heimildum mun nýr leikur byggður á sögunni um Köngulóarmanninn koma á markað í haust. Leikurinn er seinni leikurinn í seríunni frá leikjaframleiðandanum Insomniac og er leikurinn gefinn út af Sony.

Hann var tilkynntur í september árið 2021 með stiklu sem sýndi frá leiknum.

Lítið að frétta

Síðan tilkynningin barst  hefur Sony haldið spilunum þétt að sér og lítið að frétta með útgáfudag leiksins og Insomniac ekki tjáð sig um framfarir eða hvernig gengur að hanna hann. Núna hefur Insomniac gefið út að leikurinn er á leiðinni og að aðdáendur þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur.

Framleiðslan gengur vel að sögn framleiðandans og gæti komið á markað í haust, í kringum septembermánuð. Tilkynning frá Sony virðist staðfesta þessar fregnir þar sem Sony gaf út skýrslu þar sem Spider-Man 2 var á dagskrá fyrirtækisins í haust. Svo virðist sem auglýsingaherferðin sé ekki hafin þrátt fyrir að minna en hálft ár er í útgáfu þar sem engar fleiri stiklur eru komnar.

Hendast um alla borg

Spider Man leikurinn var gríðarvinsæll þar sem spilari gat tekist á við verkefni í Nýju-Jórvík sem Köngulóarmaðurinn. Hægt var að skoða borgina í rólegheitum eða hendast út um alla borgina með köngulóarvefnum fræga. Köngulóarmaðurinn berst við glæpamenn og reynir að koma ró á borgina fyrir fullt og allt.

Gæði leiksins og smáatriðin í stórborginni voru einn hornsteinn leiksins og ein meginástæðan fyrir velgengni leiksins og verður því forvitnilegt að sjá hvernig tekst til í næsta leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert