Stjörnustríðið fær slæma útreið

Star Wars leikjaserían.
Star Wars leikjaserían. Grafík/EA

Tölvuleikurinn Star Wars Jedi: Survivor kom út í gær og þrátt fyrir margar breytingar frá fyrri Jedi leiknum voru margir óánægðir með leikinn. Spilarar sem keyptu sér leikinn á borðtölvur voru margir ósáttir með það hvernig leikurinn spilaðist í tölvum þeirra.

Falleinkunn

Leikurinn fær falleinkunn á Steam sem er ein stærsta leikjavefverslun í heimi en leikurinn fær einungis 3 af 10 mögulegum stigum. Leikurinn höktir og klippurnar sem segja sögu leiksins eru í lélegum gæðum og gallaðar.

Einn spilari segir í athugasemd á Steam að „Sama hvernig stillingarnar eru þá höktir leikurinn endalaust, skiptir ekki máli hvort ég sé að spila í hæstu eða lægstu gæðum“.

Þó er búist við því að þessir gallar heyri sögunni til eftir nokkrar vikur þegar framleiðandinn gefur vonandi út endurbætur á þessu með uppfærslum á leiknum. Hinsvegar velta margir fyrir sér hvernig þetta geti gerst í leik af þessari stærðargráðu. 

Margir hafa beðið lengi eftir leiknum enda sló forveri hans í gegn árið 2019 og lofuðu framleiðendur betri, stærri og skemmtilegri leik og kom hann út í dag á flestum leikjatvölum og borðtölvum. Leikurinn kostar tæpar 10.000 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert