Segja árið það besta til þessa

Jim Ryan að kynna fyrir Playstation.
Jim Ryan að kynna fyrir Playstation. Skjáskot/Youtube

Ný gögn benda til þess að Sony hafi átt besta ár sögunnar í sölu á leikjatölvum til þessa. Leikjatölvan Playstation 5 seldist í gríðarlegu magni og virðist sem Sony hafi tekist að ná um framleiðsluvandann sem gerði það að verkum að tölvan var illfáanleg.

Framleiðsluvandi

Tölvan kom út og áttu spilarar erfitt með að eignast eintak og þurftu oft á tíðum að leita til þess að kaupa tölvuna af þriðja aðila, það er að hluta til vegna kórónuveirufaraldsins. Þeir tímar virðast þó vera liðnir og oft hægt að labba inn í næstu tölvuverslun og fjárfesta í leikjatölvunni. 

PlayStation tölvur og fjarstýringar fá að njóta sín í fleiri …
PlayStation tölvur og fjarstýringar fá að njóta sín í fleiri litum á næsta ári. Skjáskot/YouTube/PlayStation

Frá því að tölvan kom fyrst á markað hafa selst yfir 38 milljón eintök af leikjatölvunni, sem er mikið meira en seldist af forvera tölvunnar, Playstation 4, á sama tímaramma.

Á síðasta ársfjórðungi ársins 2022 seldust um 6.3 milljónir eintaka og er það þrisvar sinnum meira en árið 2021. Fyrr á árinu greindi forstjóri Sony / Playstation, Jim Ryan, frá því að tími framleiðsluvandans væri liðinn og fólk ætti að eiga auðveldara með það að eignast eintök nú á tíðum. 

Úrval leikja sem hefur komið á markað fyrir Playstation 5 leikjatölvuna spilar líka inn í en titlar eins og God of War: Ragnarök og Horizon Forbidden West hafa slegið í gegn. Margir spennandi leikir eru á leiðinni en þar má nefna Final Fantasy XVI, Spider-Man 2 og nýjan Wolverine leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert