Slær eigin met trekk í trekk

Leikurinn heldur vinsældum.
Leikurinn heldur vinsældum. Skjáskot/youtube.com/ESLCounter-Strike

Metfjöldi spilara spiluðu leikinn Counter-Strike í apríl. Fyrra metið voru 27,7 milljónir virkra spilara en það met var slegið í mars-mánuði.

Í mars tilkynntu framleiðendur leiksins að Counter-Strike 2 væri á leiðinni og voru margir sem tóku þeim fregnum fagnandi. Margir gamlir spilarar taka nú gleði sína á ný og kveikja á leiknum að sögn Valve. 

Nýja metið sem slegið var á dögunum eru yfir 29,3 milljónir virkra spilara á einum mánuði.

Langt mót í maí 

Nú þegar leikurinn er vinsælli en áður er vel við hæfi að hefja umfjöllun fyrir næsta stórmót sem hefst 5. maí með umspilsleikjum. Stórmótið fer fram í París frá 5. maí til 21. maí. 16 lið munu taka þátt á mótinu og eru átta þeirra komin í úrslitakeppnina áður en leikar hefjast og átta munu koma úr umspilinu.

Sigurliðið fær 500.000 dollara í pokann sinn en það eru yfir 68 milljónir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert