Sævar Breki Einarsson
Tölvuleikurinn Call of Duty: Modern Warfare 2 hefur áður farið í samstarf við íþróttamenn en fyrir um hálfu ári síðan voru fótboltamennirnir Lionel Messi, Neymar og Pogba aðgengilegir í leiknum.
Nú virðist sem framleiðendur leiksins vilji róa á önnur mið og leita að næstu stórstjörnu til þess að prýða leikinn.
Ekki er búið að nefna hver verður fyrir valinu en heimildir herma að körfuboltastjarna sé búin að skrifa undir samning við leikjaframleiðandann en það gæti verið vegna úrslitakeppninnar í NBA sem stendur nú yfir að körfubolti varð fyrir valinu.
Get ready to get dunked on 🏀
— Call of Duty (@CallofDuty) May 2, 2023
A new #CallofDuty Operator enters the court this May #MWII #Warzone2 @PlayCODMobile pic.twitter.com/6ivAFQbltU
Call of Duty birti á Twitter-síðu sinni smástiklu þar sem leikmaður sveif inn á kortið í fallhlíf haldandi á körfubolta. Margir reyndu fyrir sér að spá fyrir um hver þessi huldumaður sé og trúa nokkrir því að körfuboltamaðurinn Kevin Durant sé maðurinn.
Kevin Durant leikur með Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta.