Ástbjört Viðja
Í aðdraganda Counter-Strike 2 og í kjölfar útgáfu Anubis-búninganna í CS:GO njóta fjársjóðskistur á markaðnum vaxandi vinsælda, en nýtt met var slegið í síðasta mánuði.
Á PcGamesN kemur fram að leikmenn opnuðu 27% fleiri fjársjóðskistur í síðasta mánuði en mánuðinn þar á undan. Ástæðan fyrir þessarri aukningu er líklega tilkomin vegna útgáfu Anubis-línunnar sem Valve gaf út þann 25. apríl.
Um 40 milljónir fjársjóðskistur voru opnaðar í mars en í apríl voru fleiri en 50 milljónir opnaðar, sem skilaði Valve 22 milljónum bandarískum dölum í hagnaði, eða um 3,4 milljörðum íslenskum krónum.
Það hafa aldrei fleiri fjársjóðskistur verið opnaðar í leiknum og er því nýtt met slegið í sögu Counter-Strike: Global Offensive, en nánar um þetta má lesa á PcGamesN.