Myndskeið: Hóf kappakstursferilinn í tölvuleikjum

Ný stikla veitir innsýn í væntanlega kvikmynd um ökuþórinn Jann Mardenborough, sem hóf kappakstursferil sinn með því að spila tölvuleiki.

Stiklan er aðgengileg til spilunar hér fyrir ofan en kvikmyndin er byggð á tölvuleiknum Gran Turismo frá PlayStation og fær innblástur sinn frá Jann Mardenborough. Hann var ungur Gran Turismo-leikmaður sem síðar gerðist atvinnuökumaður í kappakstri.

Myndin kemur út síðar á þessu ári, þann 11. ágúst, og verða leikararnir David Harbour, Orlando Bloom og Archie Madekwe í aðalhlutverkum ásamt Darren Barnet, Geri Horner og Dijmon Hounsou.

Nánar um myndina má lesa á Imdb.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka