Fyrstur til þess að ljúka tölvuleikjaþjálfun

Sæljónið Spike spilar tölvuleiki.
Sæljónið Spike spilar tölvuleiki. Skjáskot/USNAVY

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá banda­ríska sjó­hern­um virðist tak­ast vel að leyfa sæljón­um að spila tölvu­leiki. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að sæljón­in elski að hoppa upp á bakk­ann og spreyta sig í hinum ýmsu þrauta­leikj­um.

Slær í gegn

Sæljónið ber nafnið Spike og er stolt sjó­hers­ins. Hann er einn þriggja sæljóna sem hafa fengið að spila tölvu­leiki og var sá fyrsti til þess að ljúka þjálf­un­inni. Í þjálf­un­inni segja þjálf­ar­ar að sæljón­in hoppi sjálf upp á bryggj­una og byrji að spila, oft án þess að vera umb­unað fyr­ir það.

Tölvu­leikja­spil­un­in fel­ur í sér að leysa hin ýmsu verk­efni sem koma fyr­ir á stór­um tölvu­skjá fyr­ir fram­an sæljón­in. Til dæm­is má nefna tölvu­leik sem geng­ur út á að kom­ast í gegn­um völ­und­ar­hús, en til þess nota sæljón­in trýnið til þess að ýta á stóra takka sem færa punkt­inn sem þarf að kom­ast í gegn.

Dýr­in bráðgreind

Stjórn­end­ur sjó­hers­ins segja þetta verk­efni, sem fel­ur í sér að „auka virkni og geðheilsu dýr­anna“, ganga vel og segja þeir að sæljón­in og höfr­ung­arn­ir sem rann­sökuð eru séu mæld reglu­lega.

„Það er ein­tóm gleði á bakk­an­um þegar Spike mæt­ir að spila, hann not­ar trýnið til þess að ýta á takka og reyna kom­ast í gegn­um þraut­irn­ar. Augu hans eru límd við skjá­inn og þegar hann kemst í mark þá brjót­ast út fagnaðarlæti og stund­um fær hann verðlaun fyr­ir vel unn­in störf. Svo fer hann annaðhvort í næsta borð eða aft­ur út í sjó. Hann hef­ur verið að æfa í um þrjú ár og hef­ur sýnt merki um betri heilsu og vellíðan.“

Um 300 manns starfa við þjálf­un sæljóna og höfr­unga í banda­ríska sjó­hern­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert