Rekin eftir ummæli um fyrirtækið

Frá höfuðstöðvum Unity í Kalíforníu.
Frá höfuðstöðvum Unity í Kalíforníu. Skjáskot/Unity

Yf­ir­manni hjá tæknifyr­ir­tæk­inu Unity var á dög­un­um sagt upp störf­um eft­ir um­mæli sem hún lét falla um fyr­ir­tækið. Mir­anda Due sagði fyr­ir­tækið vera fjar­lægt starfs­mönn­um sín­um og að starfs­mönn­um séu gerðar kröf­ur sem ekki sé hægt að upp­fylla.

Sam­kvæmt Miröndu fengu starfs­menn skila­boð um að það væri létt­ara að mæta til vinnu ef starfs­menn myndu leigja aðra íbúð nær höfuðstöðvun­um í Kali­forn­íu. Hún sagði að fyr­ir­tækið væri búið að missa tök­in og væri al­gjör­lega takt­laust.

Takt­laus stefna

Um þrem­ur tím­um eft­ir að hún lét um­mæl­in falla á Twitter-síðu sinni var henni sagt upp störf­um. Hún út­skýrði um­mæli sín bet­ur eft­ir að henni var sagt upp en hún seg­ir að ef hún myndi leigja aðra íbúð nær vinn­unni myndi meira en helm­ing­ur laun­anna fara í greiðslu á leigu. 

Unity reyn­ir nú allt hvað þeir geta að fá starfs­menn til þess að mæta á skrif­stof­una á ný eft­ir nokk­ur ár af fjar­vinnu. Marg­ir starfs­menn eru ósátt­ir við þessa ströngu stefnu þeirra og mun fleiri eru lík­legri til þess að segja upp en að færa sig nær skrif­stof­unni. 

Stjórn Unity gaf út til­kynn­ingu um að ým­is­legt hefði gengið á bak við tjöld­in og ekki sé allt sem sýn­ist. Unity hef­ur ekki átt sjö dag­ana sæla síðastliðnar vik­ur en fyrr í mánuðinum misstu um 600 manns starfið hjá Unity og farið var í að minnka skrif­stof­una, greiða lægri leigu og fá meiri hagnað inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert