Sævar Breki Einarsson
Framleiðandi vinsæla skot- og bardagaleiksins Fortnite, Epic Games, tilkynntu á dögunum möguleikann að spila í keppnisumhverfi þar sem spilarar reyna sigra leiki til þess að komast á hærra stig.
Spilarar leiksins hafa beðið lengi eftir þessum möguleika enda sumir sem segja ómögulegt að spila leikinn og vita ekkert hversu góðir andstæðingarnir eru.
Núna geta þeir með svipaða getu keppt á móti hvor öðrum og borgar sig að hita vel upp og æfa sig ætli spilara sér að ná á næsta stig. Epic Games tilkynnti einnig að verðlaun verða í boði og eru þau misgóð eftir því hversu hátt upp stigann spilarinn er kominn.
Takist spilara að komast á hæsta stigið fær spilarinn titilinn „Unreal“ og má þá með sanni segja að spilarinn sé meðal þeirra bestu í leiknum en til þess að vita á hvaða stigi leikmaður byrjar þarf að taka einn leik í þessum nýja leikham.
Ef spilarar vilja spila þessa nýjung með vini eða vinum er alltaf tekið mið af þeim sem er með hæstu einkunn af öllum í liðinu og því gætu þeir sem eru ekki jafn góðir og vinir sínir lent í því að keppa gegn erfiðari andstæðingum en vanalega.