Ævintýraleikurinn Stray gengur út á að skoða heiminn út frá augum katta en leikurinn er aðgengilegur eigendum Playstation leikjatölvunnar.
Leikurinn kom út fyrir borðtölvur, Playstation 4 og Playstation 5 og hefur slegið í gegn en hann er fyrsti leikur sinnar tegundar og margir sem eru forvitnir að skoða heiminn frá þessu sjónarhorni.
Leikurinn gerir spilurum kleift að finna hvernig það er að lifa sem köttur í stórum heimi, gæðin eru góð og heimurinn er vel gerður. Samkvæmt heimildum Twitter-notandans Klobrille er leikurinn á leiðinni á Xbox tölvurnar en ekki er komin endanleg dagsetning á útgáfu leiksins á Xbox.
Margir eru spenntir að fylgjast með næsta viðburði Xbox þar sem leikir og verkefni ársins verða kynnt og er búist við að leikurinn verði sýndur á viðburðinum. Stray hefur fengið fjölda viðurkenninga og milljónir spilara hafa fengið tækifæri að spila leikinn en nú virðist framleiðandinn ætla sækja fleiri spilara hjá Xbox.