Milljón manns horfðu á viðureignina

FaZe Clan er eitt besta lið heims um þessar mundir.
FaZe Clan er eitt besta lið heims um þessar mundir. Skjáskot/IEM

Liðin sem mættust í úrslitum stórmótsins í Antwerp í Counter-Strike mættust á ný í gær. Úrslitakeppnin fer af stað í dag en í fyrradag mættust tvö af stærstu liðum heims, Natus Vincere og FaZe Clan. Að meðaltali hafa um hálf milljón manns horft á viðureignirnar í umspilinu en mikill áhugi var fyrir þessum stórleik þar sem annað liðið missti af sæti í úrslitakeppninni.

Bæði lið höfðu sigrað tvo leiki í umspilinu en lið þarf að sigra þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 

Natus Vincere hefur verið eitt besta lið heims í mörg ár og eru með gríðarsterkt lið sem hefur þó gengið í gegnum nokkrar breytingar eftir að rússneskum spilurum var meinað að taka þátt í Counter-Strike keppnum eftir innrás Rússlands inn í Úkraínu. 

Leikurinn var æsispennandi og þurfti framlengingu til þess að útkljá sigurvegara en FaZe Clan sigraði að lokum og sendu Natus Vincere heim. Mörg góð lið eru komin áfram í úrslitakeppnina og verður fróðlegt að sjá hver fer með sigur af hólmi á þessu síðasta stórmóti Counter-Strike: Global Offensive.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert