GameTíví-gengið heldur veislu í Kópavogi

Frá kvennakvöldi Babe Patrol sem fór fram í Arena.
Frá kvennakvöldi Babe Patrol sem fór fram í Arena. Ljósmynd/Arena/Ágúst Wigum

Game­Tíví-gengið stefn­ir á að efna til veislu­halda í rafíþrótta­höll­inni Ar­ena í Kópa­vogi næstu helgi og hyggj­ast helstu strey­m­end­ur rás­ar­inn­ar koma fram á meðan kvöld­inu stend­ur.

Veisl­an hefst klukk­an 20:00 á laug­ar­deg­in­um 26. maí en hún er hald­in til þess að halda upp á lok tíma­bils­ins sem senn renn­ur sitt skeið á enda. Nán­ar um þetta má lesa hér fyr­ir neðan.

Game­Tíví-gengið mæt­ir í Kópa­vog­inn

Til­boð verða bæði á veit­ing­um og drykkj­um á barn­um Bytes, sem er staðsett­ur inn­an Ar­ena, og verður jafn­framt sett af stað spurn­inga­keppni á barn­um þar sem hægt er að næla sér í glæsi­lega vinn­inga.

Meðal streym­anda sem koma fram á kvöld­inu eru strák­arn­ir í Game­tíví og Sand­kass­an­um, stelp­urn­ar í Babe Patrol og Marín Ey­dal, eða Mjamix, í Gamever­unni.

Strey­m­end­ur sjá um að skemmta fólki og spila tölvu­leiki en sýnt verður frá því í beinni út­send­ingu á Twitch-rás Game­Tíví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert