GameTíví-gengið heldur veislu í Kópavogi

Frá kvennakvöldi Babe Patrol sem fór fram í Arena.
Frá kvennakvöldi Babe Patrol sem fór fram í Arena. Ljósmynd/Arena/Ágúst Wigum

GameTíví-gengið stefnir á að efna til veisluhalda í rafíþróttahöllinni Arena í Kópavogi næstu helgi og hyggjast helstu streymendur rásarinnar koma fram á meðan kvöldinu stendur.

Veislan hefst klukkan 20:00 á laugardeginum 26. maí en hún er haldin til þess að halda upp á lok tímabilsins sem senn rennur sitt skeið á enda. Nánar um þetta má lesa hér fyrir neðan.

GameTíví-gengið mætir í Kópavoginn

Tilboð verða bæði á veitingum og drykkjum á barnum Bytes, sem er staðsettur innan Arena, og verður jafnframt sett af stað spurningakeppni á barnum þar sem hægt er að næla sér í glæsilega vinninga.

Meðal streymanda sem koma fram á kvöldinu eru strákarnir í Gametíví og Sandkassanum, stelpurnar í Babe Patrol og Marín Eydal, eða Mjamix, í Gameverunni.

Streymendur sjá um að skemmta fólki og spila tölvuleiki en sýnt verður frá því í beinni útsendingu á Twitch-rás GameTíví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert