Á næstu mánuðum kemur út leikurinn Spider-Man 2 sem er áframhald af sögu köngulóarmannsins en fyrsti leikurinn sló rækilega í gegn. Framleiðandi leiksins er Insomniac Games en lítið af upplýsingum hafa borist um hverju megi búast við í nýja leiknum.
Margar sögusagnir ganga því um á leikjaspjallþráðum og margir að velta fyrir sér hvenær leikurinn kemur á markað og hvernig leikurinn verður tekinn á hærra stig.
Eitt áhyggjuefni aðdáenda er að leikurinn muni spilast mikið eins og sá fyrri og mikið af efni endurtekið sem gerir leikinn leiðinlegri fyrir vikið, aðdáendur vonast eftir nýjum brellum og hreyfingum til þess að lífga upp á spilunina.
Annað áhyggjuefnið varðar söguþráð leiksins en sá fyrsti náði að fanga líf Peter Parker sem köngulóarmanninn vel og kynntist spilari vinasamböndum og erfiðleikum Peters sem og ábyrgðinni sem hann bar verandi köngulóarmaðurinn.
Spilarar fyrri leiksins vona að kortið verði opnara en áður og að mögulegt sé að skoða borgina New York betur og takast á við ýmislegt sem kemur fyrir á götum borgarinnar svo sem glæpir og stórir viðburðir.
Playstation gaf út stiklu á Youtube-síðu sína fyrir um ári síðan en lítið hefur verið að frétta síðan stiklan kom út.