Tölvuleikjaframleiðandinn Riot Games, sem hönnuðu leikina League of Legends og Valorant, tilkynntu á dögunum nýjan forstjóra fyrirtækisins. Fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hefur reynt frá árinu 2019 að breyta menningu innan fyrirtækisins en árið 2018 var fyrirtækið lögsótt fyrir að bjóða ekki upp á sömu laun og tækifæri fyrir konur og karla.
Var fyrirtækinu gert að greiða konunum, sem voru 1548 talsins, skaðabætur sem hljóðuðu upp á 14 milljarða íslenskra króna. Eftir lögsóknina hefur Riot Games ráðið fleiri konur í flestar stöður fyrirtækisins sem og stjórnarstöður.
Nicolo Laurent mun stíga niður og A. Dylan Jadeja tekur við í hans stað en Dylan hefur starfað hjá Riot Games frá árinu 2011. Síðan árið 2019 hefur Riot Games ráðið í ýmsar stöður innan fyrirtækisins sem eiga að passa upp á réttindi starfsmanna og stuðla að jákvæðri þróun og samskiptum á vinnustaðnum.
Nicolo Laurent var ákærður árið 2019 af fyrrverandi aðstoðarmanni sínum fyrir kynferðislega áreitni. Engar fréttir hafa borist af ákærunni síðan árið 2019.