Lögsækja Nintendo fyrir að ýta undir spílafíkn

Mario Kart Tour er vinsæll leikur.
Mario Kart Tour er vinsæll leikur. Skjáskot/Nintendo

Tæknirisinn Nintendo framleiðir leiki Super Mario og einnig leikinn Mario Kart Tour. Nú hefur fyrirtækið verið lögsótt af hópi spilara sem segja fyrirtækið viljandi boðið upp á lukkukassa, (e. mysterybox) en hægt var að kaupa kassana og opna í von um að eignast verðmæta hluti í leiknum.

Gerðu leikinn erfiðari

Nintendo er sakað um að hafa viljandi gert leikinn erfiðari eigi spilari ekki ákveðna hluti og því sáu margir hag sinn í að kaupa kassana í þeirri von að ganga betur. Spotlight Pipes var nafn kassans en í nánast hvert sinn sem hann var keyptur fékk spilari hluti sem hann átti fyrir og kostuðu lítið sem ekkert.

Samkvæmt gögnum málsins á Nintendo að hafa neitað að endurgreiða foreldrum ungra notenda peninginn. Foreldrar þessara spilara segja fyrirtækið hafa misnotað stöðu sína og reynt að fá notendur til þess að eyða sem mestum pening í leikinn og ýta undir spilafíkn sumra spilara. 

Mario Kart Tour er gjaldfrjáls símaleikur þar sem spilarar keppa hvor við annan eða tölvuna í von um að vinna skemmtileg mót og titla. Það eru þrjár brautir í boði í leiknum og ýmsar áskoranir sem spilari getur klárað meðan keyrt er um brautirnar.

Spilari þarf að velja Super Mario, Luigi, Donkey Kong eða Toad til þess að keyra fyrir sig og einnig þarf að velja á hvaða hraðastigi keppt er.

Í lögsókninni segir að sumar útfærslur á leikmönnum geti farið hraðar en aðrar og því finnst notendunum réttlátt að kaupa sér lukkukassa og reyna að uppfæra sinn bíl. Segir lögfræðingur spilaranna að þetta lukkubox sé sambærilegt þeim sem einstaklingar finna í spilavítum um heiminn.

Spotlight Pipes var fjarlægt úr leiknum árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert