Í gær fór fram kynning frá Playstation þar sem helstu verkefni ársins voru kynnt betur til leiks og var þetta fyrsta kynning Playstation af þessum toga síðan árið 2021.
Undir lok kynningarinnar var komið að einu aðalumfjöllunarefni síðustu vikna, leikurinn Spider-Man 2. Í gær sýndi Playstation 11 mínútna stiklu og virðist sem spilarar skipta oft á milli persónanna Peter Parker og Miles Morales en þó stjórnar spilarinn því ekki.
Svo virðist sem ný tækni sé notuð í bardaga og því þarf spilarinn að læra og venjast því þegar leikurinn kemur út. Leikurinn kemur út seinna á árinu en engin dagsetning var gerð ljós í gær.