GameTíví býður í lokaveislu í Kópavogi

Arena í Kópavogi.
Arena í Kópavogi. Ljósmynd/Arena

Skemmtikraft­arn­ir í Game­Tíví ætla að ljúka dag­skrár­tíma­bil­inu með glæstri veislu á föstu­dag­inn í rafíþrótta­höll­inni Ar­ena í Kópa­vogi.

Í til­kynn­ingu á Face­book kem­ur fram að veisl­an hefj­ist klukk­an 20.00 og verður þá boðið upp á ýmis til­boð á bæði veit­ing­um og drykkj­um á veit­ingastaðnum Bytes, sem er staðsett­ur inn­an Ar­ena. 

Etja kappi hvor við ann­an

Fram koma Game­Tíví-strák­arn­ir, stelp­urn­ar í Babe Patrol, Gamever­an og Sand­kass­inn og munu streym­is­hóp­arn­ir etja kappi hvor við ann­an í tölvu­leikj­um fyr­ir fram­an áhorf­end­ur. Þá verður strey­m­end­um stillt upp á svið Bytes sem gef­ur áhorf­end­um auðvelt fyr­ir að fylgj­ast með.

Að tölvu­leikja­keppni lok­inni fer fram spurn­inga­keppni á barn­um og seg­ir í til­kynn­ingu að glæsi­leg verðlaun verði í boði. Kvöld­inu lýk­ur þó ekki þar en gest­ir eru hvatt­ir til þess að „henda sér í tölvurn­ar og spila langt fram eft­ir kvöldi“ í beinu fram­haldi af spurn­inga­keppn­inni.

Frá þessu öllu sam­an verður sýnt í beinni út­send­ingu á Twitch-rás Game­Tíví og Stöð2 Esport og geta þeir sem hafa áhuga því fylgst með þó þeir sjái sér ekki fært um að mæta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert