Flestir sem hafa unnið á fartölvu þekkja tilfinninguna að vilja bæta við öðrum skjá til þess að flýta fyrir og auðvelda vinnuna. Fyrirtækið Sightful hefur kynnt til leiks vöru sem gæti bjargað mörgum en tölvan þeirra inniheldur einungis lyklaborð og sýndarveruleikagleraugu.
Með gleraugunum getur notandinn valið hversu marga skjái hann þarf og er þetta því stórt skref fyrir fartölvumarkaðinn. Tölvan vegur einungis um eitt og hálft kílógramm, en þeir sem hafa fengið að prófa hana segja hana ekki henta í tölvuleikjaspilun.
Flestar tölvuleikjafartölvur eru dýrar vegna þeirra íhluta sem þarf til þess að spila marga leiki í miklum gæðum og krefjast þess oft að vera með stóra skjái og oft í þyngri kantinum, en þessi sýndarveruleikatölva gæti tekið stakkaskiptum á næstu árum og verið góð í tölvuleikina.
Sightful hefur ekki sett tölvuna á almennan markað, en fyrir tæpar 300.000 krónur er hægt að komast á forgangslista á kaupum tölvunnar þegar hún fer í framleiðslu.