Hollywood-stjarna berst gegn uppvakningum

Will Smith þarf að lifa af gegn uppvakningum.
Will Smith þarf að lifa af gegn uppvakningum. Skjáskot/Undawn

Bardagaleikir tengdir uppvakningum slá alltaf í gegn og er nú á leiðinni nýr leikur þar sem leikarinn Will Smith fer með stórt hlutverk.

Leikurinn ber nafnið Undawn og kemur út 15. júní en einn af aðalleikurum leiksins er Will Smith. Undawn verður frír öllum og kemur út á borðtölvur og farsíma. Áhugasamir geta skoðað heimasíðu leiksins og skráð sig í forskráningu til þess að eiga möguleika á að prófa hann áður en hann kemur út.

Kortið sem Undawn gerist á er gríðarstórt og mikið pláss til þess að skoða og eigna sér og búa sig undir næsta bardaga, hvort sem það verður gegn öðrum spilurum eða uppvakningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert