Í mars kynnti Mojang, framleiðandi leiksins Minecraft, nýja uppfærslu þar sem spilarar fá að skoða nýtt landslag, fleiri kubba til þess að nota og ný skrímsli mæta til leiks.
Uppfærslan ber heitið „Trails and Tales“ og eru margir spenntir að fá að sjá nýju hlutina sem koma með henni sem og nýja kameldýrið sem lítur einnig dagsins ljós.
Tveir og tveir geta setið saman á kameldýrinu og hefur það verið kallað góði risinn af framleiðendum leiksins (e. The gentle giant).
Minecraft er einn vinsælasti leikur heims og er það að hluta til vegna þess hve vel leikjaframleiðendur ná að halda í hefðirnar ásamt því að halda spilurum á tánum með nýjum uppfærslum.