Fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur

Rafíþróttamaðurinn NertZ.
Rafíþróttamaðurinn NertZ. Skjáskot/Liquipedia

Finnska rafíþróttaliðið ENCE er á leiðinni í undanúrslit á bandaríska Counter-Strike mótinu IEM Dallas eftir frábæran 2-0 sigur á stórliðinu FaZe Clan. Rafíþróttamaðurinn Guy „NertZ“ Illuz er fæddur og uppalinn í Ísrael en þetta er í fyrsta sinn sem hann mun keppa á sviði fyrir framan áhorfendur.

NertZ segir í viðtali að hann hafi þurft að breyta leikstíl sínum heilmikið eftir að hann byrjaði að spila fyrir ENCE og hann sé heldur hlutdrægari núna en áður, leyfir öðrum leikmönnum liðsins að taka fyrsta slaginn.

NertZ segir einnig að markmið hans á næsta ári sé að verða besti leikmaður Ísrael en nýlega fór rafíþróttamaðurinn Spinx, sem er líka frá Ísrael, á stórmótið í París og varð því sá fyrsti frá Ísrael til þess að takast það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert