Tæknirisinn Sony gaf út tilkynningu á dögunum þar sem kom í ljós að leikurinn Ratchet and Clank: Rift Apart mun vera aðgengilegur fleiri spilurum. Leikurinn kom út árið 2021 og varð fljótt einn besti leikur Playstation 5 tölvunnar.
Núna vilja stjórnendur Playstation þó að fleiri fái að njóta leiksins og kemur borðtölvuútgáfa leiksins út 26. júlí. Leikurinn mun styðja hæstu gæði sem margir geta hugsað sér en hægt er að spila leikinn á þremur tölvuskjám fyrir bestu upplifunina.a
Ratchet & Clank: Rift Apart comes to PC July 26, as Nixxes Software collaborates with Insomniac Games to bring the interdimensional adventure to ultrawide screen monitors everywhere.
— PlayStation (@PlayStation) May 30, 2023
More details: https://t.co/vEZu7S5EKT pic.twitter.com/ROpyhwJZhi
Sony hefur ekki gefið út hversu öfluga borðtölvu þarf til þess að spila leikinn en ólíkt Playstation verður hægt að ráða því í hversu miklum gæðum leikurinn er spilaður.