Upphafsleikirnir erfiðir

Complexity keppir fyrir hönd Bandaríkjanna.
Complexity keppir fyrir hönd Bandaríkjanna. Skjáskot/HLTV

Í dag birti mótshaldarinn BLAST dagskrá vorúrslitanna sem fara fram í Washington borg seinna á árinu. Bandaríska liðið Complexity fékk inngöngu á mótið eftir að rafíþróttaliðið Natus Vincere lenti í vandræðum að fá tiltekin leyfi og samþykki frá stjórnvöldum til þess að fljúga til Bandaríkjanna.

Complexity er nú eina bandaríska liðið og því til mikils að vinna fyrir þá á heimavellinum. Fyrsta viðureign liðsins er gegn gríðarsterku liðið Heroic sem situr í öðru sæti styrkleikalistans.

Complexity keppir nú á bandaríska mótinu IEM Dallas en bandarísku liðin hafa átt erfitt uppdráttar á mótinu, en fyrsta keppnisdaginn töpuðu öll bandarísku liðin viðureignum sínum og þurftu mörg að berjast fyrir áframhaldandi þátttöku í bráðabana.

Átta lið keppa um að vinna BLAST-mótið sem hefst 7. júní og stendur yfir í 5 daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert