Skiluðu 613 milljón króna hagnaði

Keppnisliði ENCE gengur vel í tölvuleiknum Counter-Strike.
Keppnisliði ENCE gengur vel í tölvuleiknum Counter-Strike. Skjáskot/Facebook

Þrátt fyrir að flest rafíþróttalið hafa gengið í gegnum erfiða tíma fjárhagslega undanfarið er aðra sögu að segja um finnska liðið ENCE sem kom út í 613 milljón króna hagnaði á síðastliðnu ári. 

Ein aðalástæðan fyrir hagnaðinum er velgengni Counter-Strike keppnisliðs ENCE. Liðinu hefur gengið vel undanfarið og komist inn á stærstu mótin og komist langt, verðlaunafé og auglýsingastyrkir hafa því hjálpað finnska liðinu verulega.

Nýr samningur í rafíþróttasenunni sem kallast Louvre-samkomulagið hjálpar minni liðum líka að fá stöðugleika á tekjurnar þar sem liðið á nú sæti á viðburðum frá mótshaldaranum ESL. 

ENCE er nú að keppa á bandaríska mótinu IEM Dallas og er komið áfram í undanúrslit mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert