Styttist vonandi í útgáfudaginn

Ýmislegt breytist milli leikja sem spilarar þurfa að læra á.
Ýmislegt breytist milli leikja sem spilarar þurfa að læra á. Skjáskot/Valve

Valve, framleiðandi leikjanna Counter-Strike, gaf út nýja uppfærslu í gær og voru nokkrir spilarar sem köfuðu djúpt í gögnin til þess að reyna að finna mögulegan útgáfudag nýja leiksins, Counter-Strike 2.

Counter-Strike hverfur nú frá leiknum Global Offensive innan tíðar og færir sig yfir í leik 2 en keppnissenan er byrjuð að undirbúa flutninginn yfir og lið farin að skoða möguleika sína fyrir nýja leikinn.

Á dögunum fór fram síðasta stórmótið í Counter-Strike: Global Offensive en næsta stórmót mun fara fram eftir eitt ár og í nýja leiknum. Liðin fá því tækifæri að læra á leikinn og breyta leikstíl sínum áður en keppt verður á stærsta móti Counter-Strike.

Ein dagsetning kom í ljós þegar kafað var í gögnin en þar stendur að Global Offensive missi nokkra nafnrétti í keppnissenunni þann 14. júní. Ekki var nefnd dagsetning þegar Valve kynnti leikinn en einungis var gefið út að leikurinn kæmi út sumarið 2023.

Margir hafa því velt fyrir sér hvenær almenningur gæti byrjað að spila leikinn en nokkrir útvaldir fengu aðgang að forprófun leiksins. 

Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi dagsetning standist en búast má við því að Valve muni birta mikið efni á samfélagsmiðlum sínum tengt útgáfu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert