Ungstirnið með tilþrif mótsins

Alexander spilar nú á fyrsta móti sínu fyrir framan aðdáendur.
Alexander spilar nú á fyrsta móti sínu fyrir framan aðdáendur. Ljósmynd/Astralis

Ungi rafíþróttamaðurinn Alexander „Altekz“ spilar með danska liðinu Astralis sem tekur nú þátt á bandaríska Counter-Strike mótinu IEM Dallas.

Þrátt fyrir ungan aldur og hafa leikið lítið á þessu hæsta stigi leiksins náði hann að heilla marga upp úr skónum. Astralis mætti finnska liðinu ENCE í úrslitum B-riðils og á kortinu Nuke náði Altekz að fella fjóra andstæðinga með jafn mörgum skotum með byssunni Desert Eagle.

Aðdáendur leiksins og liðsins hafa hrósað leikmanninum í hástert eftir viðureignina og segja sumir að þetta séu tilþrif mótsins. Altekz gekk til liðs við Astralis eftir að ein af stjörnum liðsins, Xyp9x, hætti að spila fyrir liðið og því er þetta stórt skarð sem þessi 19 ára rafíþróttamaður þarf að fylla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert