Fagna fimm milljón notendum

Streymisveitan er á hraðri uppleið.
Streymisveitan er á hraðri uppleið. Skjáskot/Kick

Streymisveitan Kick verður vinsælli með hverjum degi sem líður. Streymisveitan er einn af helstu keppinautum Twitch, sem er sú allra stærsta, en stjórnendur Kick hafa tekið upp á því að bjóða vinsælum streymurum himinháar fjárhæðir fyrir að skipta yfir til sín.

Oft eru þetta vinsælir notendur sem hafa brotið strangar reglur Twitch.

Dæmi um streymara sem hafa skipt yfir eru Adin Ross, Corrina Kopf og BruceDropEmOff. Nú, einungis nokkrum mánuðum eftir að síðan fór í loftið, hefur Kick náð stórum áfanga, fimm milljón notendum.

Margar jákvæðar athugasemdir hafa verið skrifaðar undir færslu á Twitter-síðu streymisveitunnar og virðast margir vera ánægðir með störfin og þá streymara sem þar er að finna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert