Fagna útgáfunni með nýjum bílum

Nýtt tímabil er hafið í Rocket League.
Nýtt tímabil er hafið í Rocket League. Skjáskot/RocketLeague

Í gær hófst nýtt tímabil í fótboltabílaleiknum Rocket League þegar 11. tímabil leiksins fór af stað. Hátt í fjöllum hófu nýir bílar ferðalag sitt í stiklu frá Epic Games en bílarnir gerðu leið sína niður fjallið og mátti þá sjá nýjan bíl sem hefur ekki sést áður í leiknum. Þetta var bíllinn Nissan Silvia (S13) sem reykspólaði niður fjallaveginn í átt að nýjum leikvangi sem ber heitið Estadio Vida Arena.

Nissan Silvia er þekktur fyrir að vera fljótur og öflugur og samkvæmt leiknum notar hann nýja tegund af tölvuvinnslu sem gerir spilara kleift að fara í flesta bolta sem koma í átt að honum. Fyrir þá sem vilja fara á næsta stig verður hægt að eignast útlitslega uppfærða útgáfu af bílnum, Nissan Silvia RLE, en sá bíll er búinn stórum afturvæng og stóru loftinntaki á húddinu svo nokkuð sé nefnt. 

Nýja tímabilið er litríkt og segir framleiðandinn að nýi leikvangurinn sé staðsettur í litlu sjávarþorpi sem sé þekkt fyrir skemmtilega áhorfendur og fallegt sólsetur. Tónlistarmaðurinn Monstercat kemur einnig við sögu í leiknum á ný en nokkur lög bíða spilurum þegar kveikt er á leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert