Í dag hefst undankeppnin í Counter-Strike fyrir heimsmeistaramót Alþjóða Rafíþróttasambandsins, eða IESF. Landslið Íslands er í riðli með Svíþjóð, Noregi og Danmörku en Finnland tekur ekki þátt í þetta sinn en tvö lið af þessum fjórum komast áfram og því er meiri möguleiki fyrir landsliðið okkar að komast áfram.
Okkur bíða þó erfiðar viðureignir gegn landsliðum Dana og Svía sem eru með gríðarsterk lið.
Leikmenn íslenska landsliðsins eru:
Fyrsta viðureign Íslands verður gegn Svíþjóð sem hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur á Counter-Strike rás IESF. Ísland mætir svo Noregi á morgun klukkan 14.00 og Danmörku klukkan 18.00.