Rafíþróttamaðurinn Karel „Twisten“ Ašanbrener er fallinn frá, 19 ára að aldri. Twisten hefur leikið með Vitality í leiknum Valorant frá árinu 2022 en hann hafði áður spilað fyrir liðið BIG.
Twisten fæddist í Tékklandi árið 2003 og var einn af bestu Valorant spilurum í Evrópu. Vitality greindi frá fréttunum á Twitter-síðu sinni þar sem fjölskyldu og aðstandendum er vottuð samúð á krefjandi tímum.
Aðstoðarmaður hans hjá Vitality, Vitality Gorilla, greindi frá því að Karel hafi fallið fyrir eigin hendi og tekur undir orð Vitality að þeir sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma að leita sér hjálpar og tala við einhvern.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið er allan sólarhringinn.
Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.