Bragðið minnir á tölvuleik

Drykkurinn mun bragðast eins og upplifun spilara á leiknum.
Drykkurinn mun bragðast eins og upplifun spilara á leiknum. Skjáskot/Coca-Cola

Drykkjaframleiðandinn Coca-Cola tilkynnti í gær samstarf við framleiðanda tölvuleiksins League of Legends um nýjan drykk. League of Legends er einn vinsælasti keppnisleikur heims með virkri rafíþróttasenu og hundruð þúsunda virkra spilara.

Vegna vinsælda leiksins er algengt að framleiðandi leiksins, Riot Games, fái margar fyrirspurnir um samstarf en Coca-Cola hannar nú drykk í nafni leiksins. Coca-Cola segir að bragðtegundin muni minna á leikinn og spilarar muni njóta þess að drekka hann meðan þeir spila og að drykkurinn muni bragðast eins og tilfinning spilara þegar þeir spila leikinn.

Samstarfið er eitt af stórum verkefnum auglýsingadeildar Coca-Cola en fyrirtækið hefur áður verið í samstarfi við þekkt nöfn í tónlistarheiminum og einnig verið í samstarfi við framleiðanda Fortnite, svo eitthvað sé nefnt.

League of Legends drykkurinn verður sykurlaus og heitir bragðtegundin „XP Flavor“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert