Ísland mætir Noregi og Danmörku

Landsliðstreyja Counter-Strike liðsins.
Landsliðstreyja Counter-Strike liðsins. Grafík/RÍSÍ

Í gær hófst undankeppnin fyrir heimsmeistaramót Alþjóða Rafíþróttasambandsins, eða IESF. Ísland mætti Svíþjóð í fyrsta leik en það er eitt sterkasta Counter-Strike-lið í heiminum um þessar mundir.

Eftir góða byrjun á fyrsta kortinu og eftir að hafa sigrað fyrstu sjö umferðirnar tapaði Ísland fyrsta kortinu og svo því seinna líka og fór Svíþjóð með 2-0 sigur af hólmi. Fyrri leikur dagsins í dag er gegn Noregi og hefst viðureignin klukkan 14.00 að íslenskum tíma.

Seinni leikurinn, gegn Danmörku, hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma og verður sýnt frá báðum leikjunum á Twitch-síðu RÍSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert