YouTube-stjarnan, James Steven Donaldson, betur þekktur sem Mr. Beast fór mikinn á samfélagsmiðlum sínum í gær eftir að Twitch, stærsta streymisveita sinnar tegundar, breytti reglum um auglýsingar á síðunni sinni.
Reglurnar gera það að verkum að erfiðara verður fyrir streymara að afla tekna því nú hafa allar auglýsingar sem festar eru á skjá áhorfandans verið bannaðar. Þetta er einnig reiðarslag fyrir mótshaldara í rafíþróttasenunni þar sem þetta var góð leið til þess að sækja auglýsingafé fyrir mótin, það er að selja pláss á streymunum. Twitch hefur einnig bannað að auglýsingar þeki meira en 3% af skjánum.
Mr. Beast hefur því tekið upp hanskann fyrir öðrum streymurum og setti fram spurningu fyrir Twitch hvort ætti ekki frekar að reyna að hjálpa þeim sem búa til efni að fá tekjur.
Seinna um kvöldið blandaði andstæðingur Twitch sér í málið og birti mynd á Twitter-síðu sinni þar sem sést að Mr. Beast sé nú að fylgja þeim á miðlinum. Kick hefur gengið eftir mörgum streymurum og reynt að lokka þá til sín með þeim loforðum að hægt sé að græða meira hjá þeim en annars staðar.
Það er óvíst hvort Mr. Beast muni í raun færa sig yfir en Twitch hefur ákveðið að endurskoða orðalag sitt og telja að margir hafi mistúlkað yfirlýsinguna sem gefin var út í gær.