Sævar Breki Einarsson
Skotleikurinn Counter-Strike fær nýja viðbót innan tíðar og í gær birtist ein stærsta uppfærslan lengi en svo virðist sem framleiðendur leiksins séu að leita í það sem virkar vel í öðrum skotleikjum.
Counter-Strike hefur birt á Twitter-síðu sinni uppfærslur úr leiknum og sýnt frá því sem verið er að vinna í. Leikurinn á að koma út núna í sumar og margir velta fyrir sér hvort fari að styttast í útgáfu Counter-Strike 2.
Útlitslega séð er búið að yfirfara flest frá fyrri leiknum Counter-Strike: Global Offensive en nú er búið að breyta vopnavalinu til muna. Vopnavalið minnir nú einna helst á tölvuleikinn Valorant en Counter-Strike hörfar frá hringlaga hönnuninni sem hefur verið lengi.
Counter Strike 2 added refunds in the buy menu pic.twitter.com/uEPSCE3ywW
— Dexerto (@Dexerto) June 7, 2023
Önnur stór breyting frá fyrri leiknum er að nú þurfa spilarar að velja 15 uppáhalds vopnin sín fyrir leik og geta því ekki haft úr öllum vopnum að velja í leiknum. Komi svo fyrir að spilari kaupi óvart vitlaust vopn verður nú hægt að fá endurgreiðslu ef ekki er búið að nota vopnið.
Any 5 pistols, any 5 mid-tier weapons, and any 5 rifles. Today's Counter-Strike 2 update introduces a revised loadout system where players select 15 weapons from 3 categories on CT and T-side to bring with them into matches. Including the M4A4 and M4A1-S. pic.twitter.com/enl7mW9qnT
— CS2 (@CounterStrike) June 6, 2023