Streymisveitan Twitch hefur dregið ákvörðun sína um reglubreytingar hvað auglýsingar á miðlinum varðar til baka eftir mikla óánægju á samfélagsmiðlum. Þann 6. júní ákváðu stjórnendur streymisveitunnar að breyta reglum um auglýsingar og með því gera notendum erfiðara fyrir að auglýsa á streymum sínum.
Auglýsingar eru sérstaklega mikilvægar mörgum notendum þar sem Twitch tekur 50% af öllum hagnaði notenda síðunnar. Eftir tilkynninguna um breytingarnar upphófust miklar deilur meðal notenda og margir ósáttir við breytingarnar, meðal annars Youtube-stjarnan Mr. Beast sem gaf í skyn að hann gæti þurft að prófa sig áfram á öðrum streymisveitum.
Í gær baðst Twitch afsökunar á þessari reglubreytingu og var ákveðið að draga hana til baka. Stjórnendur Twitch sögðust vera meðvitaðir um mikilvægi auglýsinga og segjast hafa farið offari í ákvörðun sinni og hafa ákveðið að stíga ekki inn í þessa tekjulind notenda.
If mass threats to boycott is what it takes to force you into making good policy choices, you can't be trusted moving forward.
— Stux � (@StuxVT) June 7, 2023
This policy was simply a straw breaking the camel's back, not the only one.