Kvennalandsliðið mætir sterkum andstæðingum

Landsliðið hefur leik í dag.
Landsliðið hefur leik í dag. Grafík/RÍSÍ

Fyrsti leikur Íslands í Counter-Strike kvenna fer fram í undankeppninni fyrir heimsmeistaramót Alþjóða rafíþróttasambandsins í dag. Ísland keppir í A-riðli ásamt sjö öðrum landsliðum og er riðillinn talinn nokkuð sterkur en í honum situr Frakkland sem sigruðu íslenska landsliðið fyrir stuttu.

Fyrsti leikurinn er gegn Wales og hefst klukkan 14.00 og strax eftir leik hefst næsta viðureign sem er gegn Spáni. 

Leikmenn íslenska landsliðsins:

  • Eneka Aris „Eneka“ Heiðarsdóttir
  • Tania Sofia „tania“ Jónasdóttir
  • Jasmín „Jazzycakes“ Rosento
  • Katrín Ýr „Katxin“ Rósudóttir
  • Guðbjörg Eva „G3VA“ Jóhannesdóttir
  • Karitas Naomí „The Coffee Queen“ Thorarensen Sigríðardóttir
  • Þjálfari liðsins er Ágúst Davíðsson

Leikirnir verða sýndir í beinni dagskrá á Twitch-rás RÍSÍ.

Liðið mætir svo Portúgal á morgun, laugardag, klukkan 11.00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert