Danirnir unnu mótið

Heroic-menn sýndu góða takta í gær.
Heroic-menn sýndu góða takta í gær. Ljósmynd/HLTV

Danska rafíþróttaliðið Heroic vann BLAST Premier Spring Final í Counter-Strike í gær eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Vitality.

Þetta er fyrsti stóri titillinn sem Heroic vinnur síðan í nóvember í fyrra. Heroic byrjaði vel og vann fyrsta kortið 16-9 en tapaði svo því seinna. Úrslitakort var því virkjað og vann Vitality 16-9 sigur þar einnig til þess að tryggja sér titilinn. 

Danska liðið hefur lengi verið talið eitt besta lið heims og fáir sem sýna jafn mikið jafnvægi og Heroic-menn. Þeim hefur ekki gengið sem best framan af ári og þurfti því að breyta um stíl í tilraun til þess að komast lengra á stórmótum en liðið hefur dottið tvisvar út í undanúrslitum nýlega.

Miklar líkur eru á því að leikurinn færi sig úr Global Offensive yfir í Counter-Strike 2 á næstu mánuðum og styttist því í fyrstu mótin í nýjum leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert