Fyrstu keppnisdagar nýja leiksins birtir

Íþróttahöllin Royal Arena í Kaupmannahöfn.
Íþróttahöllin Royal Arena í Kaupmannahöfn. Skjáskot/Wikipedia

Mótshaldarinn PGL, sem heldur undankeppnir í Counter-Strike víða um heim sem kallast RMR, hefur birt dagsetningar undankeppnanna og stórmótsins sem fylgir í kjölfarið.

Þessar þrjár undankeppnir taka sér stað milli 14. febrúar og 4. mars og er byrjað í Evrópu, þaðan í Asíu og svo er endað í Ameríku. Þessar undankeppnir eru tækifæri fyrir minni lið að sýna getu sína og reyna þau öll að vinna sér inn sæti á stórmótinu sem fer fram í Danmörku í lok mars.

Stórmótið hefst þó á eins konar undankeppni einnig þar sem liðin reyna fá sæti í 16-liða úrslitum og fá að spila fyrir framan aðdáendur í Royal Arena rafíþróttahöllinni í Kaupmannahöfn. Verðlaunafé á mótinu er 1.250 milljónir bandaríkjadollara eða um 170 milljónir króna og skiptist það milli liða eftir því hvernig þeim gengur á mótinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert