Tölvuleikurinn F1 Manager 2023 kemur á markað í haust og byggir á fremur vel heppnuðum leik síðasta árs. Nýja útgáfan gerir spilurum kleift að taka yfir keppnislið í Formúlunni og breyta sögunni. Hægt verður að skoða umdeild atvik og taka aðrar ákvarðanir en teknar voru af liðsstjórum liðanna í raunheimi.
Því getur spilarinn séð hvernig keppnin hefði farið hefðu liðsstjórar tekið aðrar ákvarðanir en þær sem voru teknar. Einnig verður hægt að taka við hlutverki þjálfara þar sem verkefnin eru til dæmis að þjálfa bifvélavirkja liðsins og reyna stytta tímann sem tekur að skipta um dekk bílsins. Jákvæð samskipti við þessa mikilvægu starfsmenn minnkar líkurnar á mistökum og leiðir til betri frammistöðu liðsins.
Hér fyrir neðan má sjá nýja stiklu leiksins.