Mannlegi þátturinn mikilvægur

Hægt verður að taka að sér hin ýmsu störf.
Hægt verður að taka að sér hin ýmsu störf. Skjáskot/FS24

Tölvuleikurinn Flight Simulator 2024 kemur á markað á næsta ári og virðist sem athyglin hafi verið sett á mannlega þátt flugsins í undirbúningi á leiknum. Nýr möguleiki í leiknum er að starfa við hin ýmsu störf eins og að fljúga sjúkraflugvélum, berjast við eldsvoða á þar til gerðum flugvélum eða bera áburð á tún.

Það sem stendur þó upp úr við þennan möguleika er umstangið í kringum hvert starf, nú munu spilarar sjá þegar sjúklingar eru settir um borð í sjúkraflugvélina og slökkviliðsmenn hlaupa um borð í flugvélina. Því þarf að samræma þessa hluti vel en ekki bara fljúga af stað. 

Dæmi um störf sem verða í boði í Flight Simulator 2024:

  • Björgunarsveitarverkefni
  • Sjúkraflug
  • Byggingarverkefni með aðstoð þyrlu
  • Stökkva úr flugvél
  • Flugkeppnir
  • Ferðast með mikilvæga farþega
  • Vísindaverkefni
  • Áburðardreifing á tún
  • Fjallabjörgun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert