Stórstjarna færir sig um set

Ninja virðist vera færa sig um set.
Ninja virðist vera færa sig um set. Skjáskot/Ninja

Goðsagnakenndi streymarinn Tyler „Ninja“ Blevins hefur fært sig af streymisveitunni Twitch og yfir á Kick. Nokkrir af stærstu streymurum Twitch hafa skipt yfir á undanförnum mánuðum eftir harðar reglur og takmarkaða möguleika á Twitch.

Ninja var eitt sinn með vinsælli streymurum og Youtube-stjörnum heims þegar tölvuleikurinn Fortnite var upp á sitt besta. Hann sló næstum öll met sem hægt var að slá á Twitch en síðan þá hefur hann fært sig mikið milli leikja og ekki náð jafn mörgum áhorfendum eftir það. Hann er þó ennþá með gríðarstóran fylgjendahóp og því mikill missir fyrir Twitch að missa hann yfir til Kick. 

Þann 9. júni birti Ninja á Twitter-síðu sinni að hann væri í beinni útsendingu á Kick en streymið hófst einungis um klukkutíma eftir að hann lauk streymi á Twitch. Þetta var í fyrsta sinn sem hann streymir á Kick en á streyminu var hann að prófa nýja uppfærslu á leiknum Fortnite. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert