Aksturshermirinn hentar öllum

Forza Motorsport kemur á markað í október.
Forza Motorsport kemur á markað í október. Skjáskot/Microsoft

Tölvuleikjaframleiðandinn Microsoft birti í gær stiklu fyrir nýjan akstursleik sem ber heitið Forza Motorsport. Leikurinn var kynntur til leiks á leikjaráðstefnunni Xbox Games Showcase þar sem fjöldi leikja voru kynntir til sögunnar.

Leikurinn kemur út í október og getur spilari tekist á við aðra spilara í skemmtilegum keppnum, í gegnum netspilun eða gegn tölvunni sjálfri. Í leiknum eru meira en 500 tegundir bíla og margar af frægustu brautum heims til þess að spreyta sig á.

Forza-leikirnir eru þekktir fyrir að vera með ein bestu gæði sem þekkjast í bílaleikjum og því verður fróðlegt að sjá hvernig þessi nýi aksturshermir spilast. Aksturshermirinn er gerður fyrir alla og verður hægt að velja mismunandi tegundir kappaksturs á mismunandi tegundum bíla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert