Ný uppfærsla á samfélagsmiðlinum Reddit hefur valdið mikilli óánægju meðal notenda og stjórnenda stórra undirsíðna og hafa margir stjórnendur kosið að loka síðunum sínum í mótmælaskyni.
Margar undirsíður, þar með talið eru margar tölvuleikjasíður og stærstu brandarasíður heims, hafa lokað fyrir aðgang allra, líka þeirra sem eru að fylgja síðunum á Reddit. Þetta er gert í mótmælaskyni við nýja uppfærslu sem Reddit setti í loftið fyrir nokkrum dögum en uppfærslan gerir forritum tengdum Reddit ómögulegt að tengjast samfélagsmiðlinum. Reglubreytingin gerir forriturum ómögulegt að fá kóða frá Reddit og því eru tugir forrita sem nota Reddit-stuðning ónothæf.
Samkvæmt tilkynningu frá stjórnendum síðunnar er farið yfir uppfærsluna og ástæðurnar sem liggja að baki en margir eru ósáttir við breytingarnar.
Þúsundir undirsíða hafa lokað og munu þær ekki opna á ný fyrr en eftir 48 klukkustundir.