Körfuboltastjarnan og nýkrýndur sigurvegari bandarísku NBA-deildarinnar, Nikola Jokic, var í nótt valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en áður hafði hann unnið titilinn besti leikmaður deildarinnar.
Nikola Jokic er þó með eitt áhugamál sem hann sinnir þegar hann er ekki að spila körfubolta en hann segist stytta sér stundir í tölvuleiknum League of Legends með vinum sínum.
„Ég spila með vini mínum sem ég ólst upp með, hann er örlítið eldri en ég, þremur árum eldri, en við spilum League of Legends saman.“
Hann sagði einnig í viðtalinu að hann hefði spilaði nánast daglega þar til hann eignaðist barn í september 2021 en nú gæfist minni tími til að sinna áhugamálinu. League of Legends er þó ekki eini leikurinn sem hann spilar en hann hefur rætt um samband sitt við körfuboltamanninn Nikola Vucevic, en þeir spila Counter-Strike saman.