Komst í leitirnar þökk sé leikjatölvunni

Leikjatölvan var notuð til leitar að stelpunni.
Leikjatölvan var notuð til leitar að stelpunni. Skjáskot/Nintendo

Tæpum tveimur vikum eftir að unglingsstelpa hvarf af heimili sínu náðu yfirvöld í Bandaríkjunum að rekja staðsetningu hennar þökk sé Nintendo Switch leikjatölvunni sem hún var með í bakpoka sínum.

Vinsæl leikjatölva

Nintendo Switch leikjatölvan kom á markað árið 2017 og er enn ein af betri leikjatölvum á markaðinum en hún býr yfir góðum stillingum fyrir foreldra til þess að hafa yfirsýn yfir spilun barna sinna.

Stelpan, sem er á fjórtánda aldursári, hvarf af heimili sínu í Norfolk, Virginíu, og eftir um tveggja vikna leit gátu yfirvöld rakið staðsetningu hennar eftir að hún hlóð niður leik úr netverslun leikjatölvunnar.

Með niðurhalinu gaf hún netversluninni leyfi að nota staðsetningu sína til þess að flýta fyrir niðurhalinu. Lögreglan gerði húsleit á heimili 28 ára einstaklings í Arizona fylki og var stelpan í íbúðinni. Einstaklingurinn hlaut 30 ára fangelsisdóm fyrir brotthvarf stúlkunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert