Segir mikil vaxtatækifæri í tölvuleikjaiðnaði

Samstarfssamningur var undirritaður í Húsi atvinnulífsins. Á myndinni eru Þorgeir …
Samstarfssamningur var undirritaður í Húsi atvinnulífsins. Á myndinni eru Þorgeir Frímann Óðinsson og Ingigerður Sæmundsdóttir. Aðsend mynd

Sam­tök leikja­fram­leiðenda og Mennta­skól­inn á Ásbrú und­ir­rituðu í gær sam­starfs­samn­ing í því skyni að efla sam­starf á milli at­vinnu­lífs og mennta­stofn­ana í tölvu­leikja­gerð.

Helsti til­gang­ur samn­ings­ins er að mynda fyr­ir­sjá­an­leika í náms­fram­boði fyr­ir Mennta­skól­ann á Ásbrú sem og teng­ingu inn í at­vinnu­lífið og bjóða upp á skap­andi náms­leið sem skil­ar hæfi­leika­rík­um tölvu­leikja­hönnuðum.

Boðið verður upp á sér­tækt nám til tölvu­leikja­gerðar. Þessi samn­ing­ur brú­ar bilið milli at­vinnu­lífs­ins og mennt­un­ar. 

Þekk­ir þetta af eig­in reynslu

Þor­geir Frí­mann Óðins­son, formaður Sam­taka leikja­fram­leiðanda, seg­ir tölvu­leikjaiðnaðinn hér á Íslandi hafa staðið í mikl­um blóma und­an­far­in ár og eru yfir 600 sem starfa við tölvu­leikja­gerð hér á landi.

„Mik­il vaxt­ar­tæki­færi eru fyr­ir hendi í iðnaðinum en for­send­an fyr­ir því að þau tæki­færi verði að veru­leika er aukið fram­boð af hæfu starfs­fólki“.

Þor­geir seg­ir einnig að tölvu­leikja­braut MÁ komi sterk inn í þetta verk­efni og von­ar að sem flest­ir nem­end­ur sem hafa áhuga á leikjaiðnaði kynni sér námið.

„Ég þekki það af eig­in reynslu hversu skap­andi störf eru í leikjaiðnaði og hversu mörg spenn­andi tæki­færi standa áhuga­söm­um til boða“.

Starfshópur sem vann að undirbúningi samstarfsins. Frá vinstri eru þau: …
Starfs­hóp­ur sem vann að und­ir­bún­ingi sam­starfs­ins. Frá vinstri eru þau: Nanna Elísa Jak­obs­dótt­ir, Bald­vin Al­berts­son, Þor­geir Frí­mann Óðins­son, Hall­dór Snær Kristjáns­son, Ingigerður Sæ­munds­dótt­ir, Eyrún Inga Ein­ars­dótt­ir og Ingi­björg Lilja Guðmunds­dótt­ir. Aðsend mynd

Námið er ný­stár­legt

Ingigerður Sæ­munds­dótt­ir er for­stöðumaður Mennta­skól­ans á Ásbrú og seg­ir hún að námið í tölvu­leikja­gerð vera ný­stár­legt. Það hef­ur verið í boði inn­an skól­ans frá ár­inu 2018 en auk hefðbund­inna náms­greina er lögð sér­stök áhersla á sköp­un, hug­mynda­auðgi, for­rit­un og verk­efna­stjórn.

Nem­end­ur læra að fylgja eft­ir þróun tölvu­leiks frá hug­mynd að veru­leika. „Þetta býr nem­end­ur und­ir störf framtíðar­inn­ar sem breyt­ast á ógn­ar­hraða“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert