Þrjú lið sem fengu ekki boð á stórmótið

Mótið í Cologne hefst 25. júlí.
Mótið í Cologne hefst 25. júlí. Skjáskot/IEM

Stórmótið IEM Cologne í Counter-Strike fer af stað þann 25. júlí og í morgun kom út listi þeirra liða sem taka þátt. Flest liðin af listanum yfir 20 bestu lið heims fengu boð um að taka þátt en þrjú lið af þeim lista misstu af boðsmiða. Þessi þrjú lið eru BIG, Virtus Pro og OG.

Átta af bestu liðum heims hafa nú þegar fengið boð um að taka þátt og fara beint inn í riðlakeppnina en hin 12 liðin berjast í undankeppni um sæti á mótinu.

Lið hafa nokkur tækifæri til þess að fá keppnisrétt á mótinu en lið sem nýlega hafa unnið stórmót, náð langt í stórmótum eða staðið sig vel á mótum, og eru því hátt á lista bestu liða heims, eru líkleg til þess að fá boð á næstu stórmót. Virtus Pro sigraði stórmótið í Brasilíu í nóvember 2022 (þá undir nafninu Outsiders) en síðan þá hefur lítið gerst hjá liðinu og hefur það ekki náð langt á mótum síðan.

Eins og áður kom fram hefst mótið eftir sumarfrí Counter-Strike leikmannanna sem verður 25. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert