Ávarpaði gesti á hátíðarstund í Svíþjóð

Aron Ólafsson, framkvæmdarstjóri RÍSÍ, og Tommy Ingemarsson einn af stofnendum …
Aron Ólafsson, framkvæmdarstjóri RÍSÍ, og Tommy Ingemarsson einn af stofnendum Ninjas in Pyjamas. Aðsend mynd

Í síðustu viku voru rafíþróttir samþykktar sem íþrótt af sænska íþróttabandalaginu og var Rafíþróttasambandi Íslands boðið á hátíðarstund með sænska rafíþróttasambandinu.

Mikil áhrif á heiminn

Aron Ólafsson, framkvæmdarstjóri RÍSÍ, ávarpaði um 140 gesti á hátíðinni sem allir eru úr íþróttahreyfingunni og fjallaði ávarpið um áhrifin sem sænska rafíþróttasenan hefur haft á heiminn.

Hann talaði um það hversu mikil áhrif sænska rafíþróttaliðið Ninjas in Pyjamas hefur haft á hann sjálfan en það var fyrsta liðið sem hann ákvað sjálfur að halda með.

„Öll hin liðin sem ég held með í hefðbundnum íþróttum hef ég fengið í arf.“

Sterkari bönd

Aron talaði einnig um hvernig rafíþróttir tengjast mun sterkari böndum en margt annað þar sem landafræðin hefur lítil áhrif á það með hverjum þú æfir eða verð tíma með. 

„Ég er þakklátur að hafa verið boðið að ávarpa Svíana þegar þau fögnuðu merkum áfanga. Maðurinn á myndinni er einn af stofnendum Ninjas in Pyjamas sem er fyrsta liðið sem ég valdi aleinn að halda með. Hann er einn sigursælasti leikmaður í Counter-Strike frá upphafi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert